Handbolti

Karabatic og Neagu best í heimi í þriðja sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Frakkinn Nikola Karabatic og Rúmeninn Cristina Neagu eru besta handboltafólk ársins 2016.

Þetta er í þriðja sinn sem Karabatic og Neagu fá þessi verðlaun.

Karabatic, sem var einnig valinn bestur í heimi 2007 og 2014, hafði betur gegn dönsku stórskyttunni Mikkel Hansen og þýska markverðinum Andreas Wolff.

Karabatic var lykilmaður í franska landsliðinu sem lenti í 2. sæti á Ólympíuleikunum í Ríó og í 5. sæti á EM í Póllandi. Þá varð Karabatic franskur meistari með Paris Saint-Germain.

Neagu, sem var valinn best í heimi 2010 og 2015, varð þriðja markahæst í Meistaradeildinni, á Ólympíuleikunum og EM í Svíþjóð. Hún var valin í úrvalslið Meistaradeildarinnar og EM í Svíþjóð.

Neagu, sem leikur með CSM Bucuresti í heimalandinu, hafði í baráttu við hina norsku Noru Mörk og Nycke Groot frá Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×