Erlent

Sýna hvernig eldflaugar SpaceX snúa við

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá geimskotinu í gær.
Frá geimskotinu í gær. Vísir/SPaceX
Einhverjum þykir eflaust orðið nokkuð eðlilegt að skjóta eldflaug út í geim og lenda henni svo aftur á jörðinni, en fyrirtækið SpaceX hefur ítrekað framkvæmt það á síðustu mánuðum og árum. Nú síðast var slíkt geimskot framkvæmt í gær.

Þá var gervihnetti skotið á loft og eins og svo oft áður, lenti eldflaugin aftur. Samt ekki svo oft, þar sem þetta var tíunda eldflaugin sem SpaceX hefur tekist að lenda.

Elon Musk, eigandi SpaceX, birti í gær myndband sem sýnir í fyrsta sinn almennilega hvernig eldflaugar fyrirtækisins snúa við og lenda aftur á jörðinni.

Eldflaugin svífur til lendingar.Vísir/SpaceX
Að þessu sinni var fyrirtækið að koma gervihnetti á braut um jörðina fyrir National Reconnaissance stofnunina. Leynd hvílir yfir því hvað gervihnötturinn gerir og hver sporbraut hans verður.

Í síðasta mánuði tókst fyrirtækinu þó í fyrsta sinn að skjóta eldflaug sem þegar hafði verið lent áður.

Close-up of rocket stage separation, fast flip, boostback burn in a ring of fire and then landing burn

A post shared by Elon Musk (@elonmusk) on

Útsending frá geimskotinu í gær



Fleiri fréttir

Sjá meira


×