Handbolti

Kiel bensínlaust á lokamínútunum | Átta íslensk mörk dugðu Nimes ekki til

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lærisveinar Alfreðs töpuðu síðasta stundarfjórðungnum 12-4.
Lærisveinar Alfreðs töpuðu síðasta stundarfjórðungnum 12-4. vísir/getty
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar steinlágu óvænt fyrir Leipzig á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 34-25, Leipzig í vil.

Kiel er í 3. sæti deildarinnar með 47 stig, fimm stigum á eftir toppliði Flensburg.

Þegar 15 mínútur voru til leiksloka var staðan 22-21, Leipzig í vil. Þá lögðu leikmenn Kiel niður vopnin, heimamenn keyrðu yfir þá og unnu á endanum stórsigur.

Nikola Bylik skoraði sex mörk fyrir Kiel og Niclas Ekberg fimm.

Átta íslensk mörk dugðu Nimes ekki til sigurs gegn Aix í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 32-27, Aix í vil.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Nimes, þar af tvö úr vítaköstum. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú mörk.

Nimes hefur tapað þremur leikjum í röð. Liðið er í 8. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×