Handbolti

Rúnar Kára: „Ömurlegustu leiktíð lífs míns með félagsliði lokið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar í landsleik með Íslandi, en hann þakkar landsliðinu fyrir að halda geðheilsunni.
Rúnar í landsleik með Íslandi, en hann þakkar landsliðinu fyrir að halda geðheilsunni. vísir/anton
Rúnar Kárason, leikmaður Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, segir að leiktíðinni sem lauk í dag sé sú versta á lífsleiðinni.

Rúnar skoraði fjögur mörk í átta marka tapi gegn Bergrischer í lokaumferðinni í dag, en Rúnar hefur ekki verið í náðinni hjá þjálfaranum á tímabilinu.

„Ömurlegustu leiktíð lífs míns með félagsliði lokið! Get ekki sett það í orð hve ömurlegt þetta var, þakka landsliðinu fyrir geðheilsuna," setti Rúnar á Twitter og bætti svo við stuttu síðar:

„Er svo reiður yfir þessu. svo fkn steikt að spila sinn besta bolta með landsliðinu í gegnum heilt tímabil en á sama tíma fær maður 5-10 mín í sigurlausu liði 2017," en hann verður væntanlega í eldlínunni með landsliðinu síðar í mánuðinum þegar liðið mætir Tékklandi og Úkraínu síðar í mánuðinum.

Fróðlegt verður að sjá hvað Rúnar gerir í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×