Handbolti

Von á yfirlýsingu frá Aroni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í leik með Veszprem gegn hans gamla félagi, Kiel.
Aron í leik með Veszprem gegn hans gamla félagi, Kiel. Vísir/Getty
Von er á yfirlýsingu frá Aroni Pálmarssyni í kvöld eða á morgun samkvæmt heimildum Vísis. Aron mætti ekki á æfingu ungverska liðsins Veszprem í gær sem svaraði með harðorðri yfirlýsingu.

Sjá einnig: Veszprem höfðar mál gegn Aroni Pálmarssyni | Skrópaði á fyrstu æfingu

Sagt var frá því á heimasíðu Veszprem að Aron hafi tilkynnt Ljubomir Vranjes, þjálfara Veszprem, að hann myndi ekki koma á æfinguna.

Ungverska félagið brást við því með því að hóta málsókn og þá hét Vranjes því að gefa Aroni engin tækifæri á komandi leiktíð.

Hins vegar staðfesti Veszprem að samkomulag væri í höfn við Barcelona um að Aron myndi ganga til liðs við spænsku risana næsta sumar. Barcelona hafi viljað fá hann í sumar en ekki náð samkomulag við Veszprem þess efnis.

Arnar Freyr Theódórsson, umboðsmaður Arons, vildi ekkert tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum hans. Þá hefur ekki náðst í Aron sjálfan vegna málsins.

Heimildir Vísis herma þó að enn sé verið að vinna að því að fá farsæla lausn í málið en það sé á viðkvæmu stigi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×