Handbolti

Rut barnshafandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rut hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu á undanförnum árum.
Rut hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu á undanförnum árum. vísir/ernir
Það verður einhver bið á því að Rut Jónsdóttir, landsliðskona í handbolta, spili sinn fyrsta leik fyrir danska úrvalsdeildarliðið Team Esbjerg.

Rut er barnshafandi og á von á sér í lok febrúar á næsta ári. Barnið ætti að vera með handboltagenin því kærasti Rutar er Ólafur Gústafsson, leikmaður Stjörnunnar.

„Þú getur ekki stjórnað því hvað gerist og þetta var óvænt. En við hlökkum mikið til,“ er haft eftir Rut á heimasíðu Esbjerg.

Rut, sem er 27 ára, gekk í raðir Esbjerg í sumar eftir eitt ár í herbúðum Midtjylland.

Rut hefur leikið í Danmörku í tæpan áratug. Hún gekk í raðir Team Tvis Holstebro frá HK 2008 og lék með liðinu í sex ár. Rut spilaði svo með Randers í tvö tímabil áður en hún fór til Midtjylland.

Rut hefur leikið 89 A-landsleiki og skorað 184 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×