Handbolti

Stórtap í síðasta leiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk. mynd/facebook-síða ihf
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri steinlá fyrir því þýska, 26-37, í leik um 9. sætið á HM í Georgíu í dag.

Þetta var annar leikur liðanna á fjórum dögum. Á mánudaginn vann Ísland eins marks sigur á Þýskalandi, 28-27, í lokaleik B-riðils á mánudaginn.

Íslenska liðið vann B-riðil með fullu húsi stiga en tapaði fyrir Svíum, 26-31, í 16-liða úrslitum í gær.

Í leiknum í dag átti Ísland aldrei möguleika. Staðan í hálfleik var 14-21, Þýskalandi í vil. Á endanum munaði 11 mörkum á liðunum, 26-37.

Teitur Örn Einarsson var eins og svo oft áður markahæstur í íslenska liðinu. Selfyssingurinn skoraði sex mörk. Birgir Már Birgisson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson gerðu fimm mörk hvor.

Mörk Íslands: Teitur Örn Einarsson 6, Birgir Már Birgisson 5, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 5, Hannes Grimm 4, Kristófer Dagur Sigurðsson 2, Örn Östenberg 1.

Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 12, Andri Scheving 3.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×