Handbolti

Strákarnir rústuðu heimaliðinu og eru með fullt hús stiga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarni Ófeigur var markahæstur í íslenska liðinu í dag.
Bjarni Ófeigur var markahæstur í íslenska liðinu í dag. mynd/grótta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri er með fullt hús stiga í B-riðli á heimsmeistaramótinu í Georgíu eftir risasigur á heimaliðinu, 42-25, í dag.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var sigur íslenska liðsins afar öruggur. Eftir 12 mínútur var staðan orðin 10-3 og í hálfleik var munurinn 16 mörk, 24-8.

Seinni hálfleikurinn var aðeins formsatriði sem þurfti að ljúka. Á endanum munaði 17 mörkum á liðunum, 42-25.

Allir útileikmenn Íslands komust á blað í leiknum og liðið var með 75% skotnýtingu.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur í íslenska liðinu með níu mörk. Teitur Örn Einarsson skoraði sjö mörk sem og Kristófer Dagur Sigurðsson.

Næsti leikur Íslands er gegn Alsír á morgun.

Mörk Íslands:

Bjarni Ófeigur Valdimarsson 9, Teitur Örn Einarsson 7, Kristófer Dagur Sigurðsson 7 Birgir Már Birgisson  5, Hannes Grimm 3, Sveinn Andri Sveinsson 2, Orri Freyr Þorkelsson 2, Sveinn José Rivera 1, Örn Östenberg 1,  Úlfur Kjartansson 1, Birgir Jónsson 1, Darri Aronsson 1, Sveinn Brynjar Agnarsson 1, Hafþór Vignisson 1.

Andri Scheving varði 6 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 7 skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×