Innlent

Skattbyrði aukist mest hjá þeim tekjulægstu

Samúel Karl Ólason skrifar
Skattbyrði para á lágmarkslaunum, með tvö börn og lágmarks eigið fé í húsnæði hefur í heildina aukist um 21 prósentustig.
Skattbyrði para á lágmarkslaunum, með tvö börn og lágmarks eigið fé í húsnæði hefur í heildina aukist um 21 prósentustig. Vísir/Andri Marínó
Skattbyrði hefur aukist mest hjá þeim tekjulægstu frá árinu 1998 til ársins 2016. Þó hefur skattbyrði aukist í öllum tekjuhópum á tímabilinu. Í nýrri skýrslu ASÍ segir að meðal annars megi rekja þessa þróun til þess að persónuafsláttur hafi ekki fylgt launaþróun. Þá hafi stuðningur vaxtabótakerfisins minnkað verulega.



Þá segir í skýrslunni að stuðningur við leigjendur hafi einnig minnkað og að barnabótakerfið sé veikt. Það dragi eingöngu úr skattbyrði einstæðra foreldra og allra tekjulægstu para.

Skýrslan var unnin á grundvelli launagagna frá Hagstofu Íslands.

Skattbyrði para á lágmarkslaunum, með tvö börn og lágmarks eigið fé í húsnæði hefur í heildina aukist um 21 prósentustig á áðurnefndu tímabili. Hjá pörum í sömu stöðu með laun við neðri fjórðungsmörk hefur hún aukist um fjórtán prósentustig.

„Munurinn á skattbyrði tekjulægstu hópanna og þeirra tekjuhærri hefur því minnkað og dregið hefur úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins. Kaupmáttaraukning síðustu ára hefur þannig skilað sér síður til launafólks með lægri tekjur en þeirra tekjuhærri vegna vaxandi skattbyrði,“ segir í skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×