Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2017 19:15 Ólafía Þórunn er á níu höggum undir pari fyrir lokahringinn. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. Er þetta lang besti árangur hennar á LPGA-mótaröðinni en þar áður var besti árangur hennar þrettánda sæti á Opna skoska meistaramótinu. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins. Mun þetta styrkja stöðu hennar á peningarlistanum all verulega en hún er í baráttu um að halda keppnisrétt sínum á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, á næsta ári. Ólafía hóf daginn á níu höggum undir pari í 7-12. sæti eftir tvo frábæra hringi þar sem hún fékk ellefu fugla, tvo skolla og 23 pör og var hún ekki lengi að láta til sín taka á lokadeginum. Eftir pör á fyrstu tveimur holum dagsins fékk hún fugl á þriðju holu dagsins og var komin undir parið. Skolli á áttundu braut kom henni aftur á parið á deginum en hún fékk sjö pör á fyrri níu holum dagsins og hélt sér við toppinn. Tveir fuglar á fyrstu fimm holunum á seinni níu þýddi að hún hélt áfram að halda í við næstu kylfinga en hún átti heldur betur eftir að toppa sig þegar hún setti niður innáhöggið fyrir erni á lokaholunni. Skaut það henni upp í 3. sætið í bili ásamt þremur öðrum kylfingum en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að klára.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. Er þetta lang besti árangur hennar á LPGA-mótaröðinni en þar áður var besti árangur hennar þrettánda sæti á Opna skoska meistaramótinu. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins. Mun þetta styrkja stöðu hennar á peningarlistanum all verulega en hún er í baráttu um að halda keppnisrétt sínum á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, á næsta ári. Ólafía hóf daginn á níu höggum undir pari í 7-12. sæti eftir tvo frábæra hringi þar sem hún fékk ellefu fugla, tvo skolla og 23 pör og var hún ekki lengi að láta til sín taka á lokadeginum. Eftir pör á fyrstu tveimur holum dagsins fékk hún fugl á þriðju holu dagsins og var komin undir parið. Skolli á áttundu braut kom henni aftur á parið á deginum en hún fékk sjö pör á fyrri níu holum dagsins og hélt sér við toppinn. Tveir fuglar á fyrstu fimm holunum á seinni níu þýddi að hún hélt áfram að halda í við næstu kylfinga en hún átti heldur betur eftir að toppa sig þegar hún setti niður innáhöggið fyrir erni á lokaholunni. Skaut það henni upp í 3. sætið í bili ásamt þremur öðrum kylfingum en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að klára.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti