Handbolti

Aron framlengir við Álaborg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron á hliðarlínunni í vetur.
Aron á hliðarlínunni í vetur. vísir/getty
Aron Kristjánsson, þjálfari handboltaliðs Álaborgar í Danmörku, hefur framlengt samning sinn við danska félagið um eitt ár, en Aron varð danskur meistari á fyrsta ári sínu með liðinu.

Fyrrum samningur við Aron átti að renna út næsta sumar, en nú hafa félagið og Aron komist að samkomulagi um að hann verði hjá félaginu næstu tvö tímabil.

„Aron Kristjánsson sýndi það á sínu fyrsta tímabili að hann getur þróað unga leikmenn og á sama tíma náð í úrslit og barist um danska titilinn," sagði Jan Larsen, framkvæmdarstjóri liðsins.

„Ég er mjög ánægður að framtíðin sé ráðin og hlakka til að halda áfram jákvæðri þróun liðsins. Álaborg hefur mikinn metnað til að berjast á toppnum heima fyrir og berjast í Evrópu. Það passar vel við minn metnað," sagði Aron.

Í Meistaradeildinni í vetur er Álaborg með PSG, Celjle Lasko, Kielce, Flensburg, Kiel, Vezsprém og Brest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×