Innlent

Stefnir í 22 gráður í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vopnfirðingar mega gera ráð fyrir brakandi blíðu í dag.
Vopnfirðingar mega gera ráð fyrir brakandi blíðu í dag. Vísir
Þau sem munu verja deginum á Norðausturlandi geta gert ráð fyrir töluverðum hlýindum í dag. Veðurstofan áætlar að hitinn geti farið í allt að 22 gráður norðaustantil á þessum fyrsta degi septembermánaðar.

Þá er einnig gert ráð fyrir bjartviðri á Norður- og Austurlandi í dag en annars staðar á landinu verður að öllum líkindum skýjað og sums staðar jafnvel súld. Blása mun úr suðvestri, og verður hvassast við suðaustanströndina og norðvestantil. Vindhraði á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu og hitinn á bilinu 12 til 22 gráður. Suðlægar áttir verða ríkjandi í kvöld og víða mun rigna á morgun.

Það verður þó úrkomuminna norðaustantil og á suðvesturhorninu annað kvöld.

Nánar á veðurvef Vísis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga.

Á laugardag:

Sunnan 8-15 m/s, hvassast austast. Rigning víða um land, en úrkomulítið NA-lands. Dregur úr vætu SV-til um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. 

Á sunnudag:

Suðvestlæg átt, 8-13 m/s og rigning eða súld á köflum, en úrkomulítið fyrir norðan og austan. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-til. 

Á mánudag:

Vestlæg átt og víða dálítil rigning. Kólnar smám saman. 

Á þriðjudag:

Áframhaldandi vestæg átt og rigning með köflum, en þurrt að kalla SA-til. Fremur svalt í veðri. 

Á miðvikudag:

Suðvestanátt, lengst af þurrt og hlýnandi veður. 

Á fimmtudag:

Útlit fyrir milda og vætusama sunnanátt, en úrkomulítið NA-til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×