Innlent

Fólk sé ekki á ferðinni að ástæðulausu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn.
Spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn. Vísir/Stefán
Lögreglan á Austurlandi biður fólk að vera ekki á ferðinni þar að ástæðulausu næsta sólarhringinn en spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn. Gert er ráð fyrir að úrhellið hefjist í kvöld og aukist smám saman í nótt og nái hámarki í fyrramálið.

„Samfara svona mikilli rigningu má búast við töluverðum vatnavöxtum í ám og lækjum auk þess sem aukin hætta er á grjót- og skriðuföllum.  Vegfarendum er bent á að kynna sér vel færð á vegum sem og veðurspá áður en haldið er af stað,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×