Handbolti

Markaþurrð hjá íslensku strákunum í Danmörku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Kristjánsson var ánægður með sína menn í kvöld.
Aron Kristjánsson var ánægður með sína menn í kvöld. mynd/álaborg
Danmerkurmeistarar Álaborgar unnu þægilegan sigur á SönderjyskE, 28-24, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hvorki Arnór Atlason né Janus Daði Smárason komust á blað í liði Álaborgar í kvöld. Arnór misnotaði eitt vítaskot í leiknum. Álaborg er með fjögur stig eftir fjóra leiki.

Tandri Már Konráðsson stóð vaktina í vörninni hjá Skjern og lagði upp tvö mörk í 19-26 sigri liðsins á Skanderborg. Anders Eggert var markahæstur í liði Skjern með sjö mörk.

Skjern er með sex stig eftir þrjá leiki og í hópi efstu liða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×