Handbolti

Vandræði Kiel halda áfram

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason Vísir/getty
Það var Íslendingaslagur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar lærisveinar Alfreðs Gíslasonar heimsóttu Guðjón Val Sigurðsson, Alexander Petterson og félaga í Rhein Neckar Löwen.

Kiel hefur verið í vandræðum í upphafi leiktíðar og þau halda áfram því liðið tapaði með tveim mörkum í dag. Lokatölur 30-28 fyrir Rhein Neckar Löwen.

Guðjón Valur skoraði sex mörk úr níu skotum og Alexander bætti við þrem mörkum úr sex skotum. Andre Schmid var markahæstur hjá Rhein Neckar með níu mörk og Niclas Ekberg gerði átta fyrir Kiel.

Á sama tíma gerði Huttenberg jafntefli við Göppingen þar sem Ragnar Jóhannsson gerði fjögur mörk. Lokatölur 28-28 en Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Huttenberg.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×