Innlent

Allhvasst við suðurströndina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það mun blása á sunnanverðu landinu.
Það mun blása á sunnanverðu landinu. Vísir/Ernir
Útlit fyrir hæga suðlæga eða breytilega átt og bjart um mest allt land í dag og á morgun. Á vef Veðurstofunnar segir hins vegar að skýjað verði með köflum við ströndina frá Mýrdalsjökli að Snæfellsnesi í dag og að það verði vaxandi suðaustanátt þar í nótt. Suðaustan 8-13 m/s á morgun, skýjað og lítilsháttar væta en 13-18 m/s annað kvöld. Hiti frá 2 til 7 stig að deginum en allvíða næturfrost.

Austlæg átt verður ríkjandi fram yfir helgi, lengst af allhvass vindur með suðurströndinni, en hægari vindur annarstaðar, einkum norðantil. Rigning á Suðausturlandi á miðvikudag og fimmtudag en skýjað og úrkomulítið vestanlands og þurrt að kalla fyrir norðan. Áfram svipaður hiti.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Gengur í suðaustan 8-13 m/s og þykknar upp með lítilsháttar rigningu. Hægari vindur og bjartviðri norðan- og austanlands. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á miðvikudag:

Suðaustan 5-13, en 13-18 með suðvesturströndinni. Rigning með köflum sunnanlands, en yfirleitt þurrt annarsstaðar. Hiti 2 til 8 stig, kaldast á Norðausturlandi.

Á fimmtudag og föstudag:

Austan 5-13, en 13-18 með suðurströndinni. Rigning sunnantil og á Austfjörðum en léttskýjað norðvestanlands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Austan 5-13, skýjað en úrkomulítið um landið austanvert, en bjartviðri vestantil. Hiti 3 til 8.

Á sunnudag:

Útlit fyrir austlægaátt með rigning á köflum um landið sunnan- og austanvert en úrkomulítið norðvestantil. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×