Handbolti

Ragnar öflugur og bæði Kiel og Refirnir unnu sína leiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Jóhannsson
Ragnar Jóhannsson Vísir/Vilhelm
Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og unnu þau öll góða sigra á heimavelli.

Ragnar Jóhannsson átti flottan leik með liðið Hüttenberg sem vann dramatískan eins marks sigur á Die Eulen Ludwigshafen, 28-27.

Christian Rompf skoraði sigurmarkið um leið og leiktíminn rann út. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en staðan var 15-15 í hálfleik.

Ragnar skoraði fimm mörk í leiknum og átti einnig þrjár stoðsendingar á félaga sína. Hann var þriðji markahæsti maðurinn í sínu liðu og gaf auk þess flestar stoðsendingar.

Bjarki Már Elísson nýtti eina skotið sitt í leiknum þegar Füchse Berlin vann sex marka heimasigur á Erlangen 31-25. Hinn íslensk ættaði Dani Hans Lindberg var markahæstur á vellinum með átta mörk í aðeins níu skotum.

Alfreð Gíslason stýrði Kiel til fimm marka heimasigurs á móti FA Göppingen 28-23, en Kiel var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13-9. Kiel vann þarna sinn annan deildarleik í röð eftir tvö töp í röð þar á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×