Handbolti

Frá Árósum til Álaborgar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ómar Ingi Magnússon færi sig um set í Danmörku.
Ómar Ingi Magnússon færi sig um set í Danmörku. vísir/eyþór
Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, fer að öllum líkindum frá Árósum til Arons Kristjánssonar í Álaborg næsta sumar, samkvæmt heimildum íþróttadeildar.

Danmerkurmeistararnir eru að missa Martin Larsen og er Aron nú þegar byrjaður að byggja upp liðið fyrir næstu leiktíð.

Danski landsliðsmaðurinn Henrik Möllgard kemur í sumar frá PSG en hann hefur reynst íslenska landsliðinu óþægur ljár í þúfu undanfarin ár.

Ómar fór til Árósa frá Val fyrir tveimur árum en nú stefnir allt í að hann verði samherji Janusar Daða Smárasonar og Arnórs Atlasonar í Álaborg.

Hann er einn af þeim leikmönnum sem Aron vill fá og getur, samkvæmt heimildum, losnað tiltölulega auðveldlega frá Árósaliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×