Kristján: „Þeir líta á mig sem Svía“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2017 06:00 Kristján Andrésson nýtti tækfærið sem þjálfari Svía á fyrsta stórmótinu. vísir/anton brink Rúmt ár er síðan Kristján Andrésson stýrði sænska karlalandsliðinu í handbolta í fyrsta sinn. Kristján tók við sænska liðinu eftir ÓL í Ríó og árangurinn undir hans stjórn hefur verið framúrskarandi. Svíar enduðu t.a.m. í 6. sæti á HM í janúar. Kristján er nú staddur hér á landi vegna tveggja vináttulandsleikja Íslands og Svíþjóðar. „Ég er mjög ánægður með fyrsta árið. Þetta er ungt lið. Það voru margir reyndir leikmenn sem gáfu ekki lengur kost á sér eftir ÓL. Það er ótrúleg barátta í hópnum og leikmenn sem vilja verða virkilega góðir handboltamenn,“ sagði Kristján í samtali við íþróttadeild. Kristján, sem lék á sínum tíma 13 landsleiki fyrir Ísland, hefur búið í Svíþjóð nær alla sína ævi. Hann þjálfaði Guif Eskilstuna með góðum árangri áður en honum bauðst að taka við sænska landsliðinu.Ánægður að vera einn af þeim fremstu „Þetta er allt annað en að vera með félagslið. Ég er búinn að vinna í sænsku deildinni í rúm 10 ár. Að fá þetta starf, að vinna með bestu leikmönnunum í Svíþjóð, það kemur pressa með því eins og á að vera. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt,“ sagði Kristján. Þegar Kristján var ráðinn þjálfari sænska liðsins töluðu sumir um hann sem einhvers konar skammtímalausn í þjálfarastarfið. Hann gefur slíku umtali lítinn gaum. „Það eru margir duglegir þjálfarar til í Svíþjóð og það var talað um að það væru einhverjir á undan mér í röðinni. En ég er bara mjög ánægður að vera einn af þeim fremstu í röðinni. Þetta hefur verið skemmtilegt fyrsta ár og ég er ánægðastur með spilamennskuna. Við lentum í 6. sæti á HM og þegar allir eru frískir og heilir erum við með lið sem getur barist um medalíur,“ sagði Kristján. Það getur verið erfitt fyrir útlending að þjálfa landslið annarrar þjóðar eins og Guðmundur Guðmundsson fékk að kynnast meðan hann var landsliðsþjálfari Danmerkur. Kristján segist ekki hafa fundið fyrir því að vera útlendingur að þjálfa sænska landsliðið. „Væntingarnar voru ekki miklar og við spiluðum betur en þær gáfu til kynna. Núna eru væntingarnar meiri og það eru væntingar sem mér finnst við eiga að hafa. Það verður spennandi að sjá hvað ég segi eftir nokkra mánuði ef það blæs á móti. Ég er alinn upp mestan hluta í Svíþjóð, hef farið í þjálfaraskóla í Svíþjóð og þeir líta á mig sem Svía,“ sagði Kristján.HSÍ hafði samband Hann segir að HSÍ hafi rætt við sig þegar leitin að næsta landsliðsþjálfara Íslands stóð yfir í fyrra. „Ég veit ekki hvort ég kom til greina. Mér var ekki boðið starfið en það var talað við mig. Það var ekkert meira en það,“ sagði Kristján sem segist mundu hafa tekið við Íslandi hefði honum boðist það. „Ef ég hefði fengið möguleika? Auðvitað. Það er mikill heiður og stórt hlutverk að vera þjálfari íslenska landsliðsins. Ég hefði ekki getað sagt nei.“ Hin margumtöluðu kynslóðaskipti virðast loksins vera að eiga sér stað í íslenska landsliðinu en hópurinn sem Geir Sveinsson valdi fyrir leikina gegn Svíum er mjög ungur. Kristján er nokkuð bjartsýnn á framhaldið hjá íslenska liðinu. „Það fer eftir því í hvaða átt þessir ungu leikmenn fara. Við höfum sýnt að við getum náð í medalíu. Verði þeir frískir og fái að verða góðir og sterkir leikmenn í ró og næði eigum við alla möguleika. Mér finnst Ísland alltaf koma til leiks með mikla baráttu. Ég hef trú á því að þetta verði sterkt lið,“ sagði Kristján að lokum. ingvithor@365.is. Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Rúmt ár er síðan Kristján Andrésson stýrði sænska karlalandsliðinu í handbolta í fyrsta sinn. Kristján tók við sænska liðinu eftir ÓL í Ríó og árangurinn undir hans stjórn hefur verið framúrskarandi. Svíar enduðu t.a.m. í 6. sæti á HM í janúar. Kristján er nú staddur hér á landi vegna tveggja vináttulandsleikja Íslands og Svíþjóðar. „Ég er mjög ánægður með fyrsta árið. Þetta er ungt lið. Það voru margir reyndir leikmenn sem gáfu ekki lengur kost á sér eftir ÓL. Það er ótrúleg barátta í hópnum og leikmenn sem vilja verða virkilega góðir handboltamenn,“ sagði Kristján í samtali við íþróttadeild. Kristján, sem lék á sínum tíma 13 landsleiki fyrir Ísland, hefur búið í Svíþjóð nær alla sína ævi. Hann þjálfaði Guif Eskilstuna með góðum árangri áður en honum bauðst að taka við sænska landsliðinu.Ánægður að vera einn af þeim fremstu „Þetta er allt annað en að vera með félagslið. Ég er búinn að vinna í sænsku deildinni í rúm 10 ár. Að fá þetta starf, að vinna með bestu leikmönnunum í Svíþjóð, það kemur pressa með því eins og á að vera. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt,“ sagði Kristján. Þegar Kristján var ráðinn þjálfari sænska liðsins töluðu sumir um hann sem einhvers konar skammtímalausn í þjálfarastarfið. Hann gefur slíku umtali lítinn gaum. „Það eru margir duglegir þjálfarar til í Svíþjóð og það var talað um að það væru einhverjir á undan mér í röðinni. En ég er bara mjög ánægður að vera einn af þeim fremstu í röðinni. Þetta hefur verið skemmtilegt fyrsta ár og ég er ánægðastur með spilamennskuna. Við lentum í 6. sæti á HM og þegar allir eru frískir og heilir erum við með lið sem getur barist um medalíur,“ sagði Kristján. Það getur verið erfitt fyrir útlending að þjálfa landslið annarrar þjóðar eins og Guðmundur Guðmundsson fékk að kynnast meðan hann var landsliðsþjálfari Danmerkur. Kristján segist ekki hafa fundið fyrir því að vera útlendingur að þjálfa sænska landsliðið. „Væntingarnar voru ekki miklar og við spiluðum betur en þær gáfu til kynna. Núna eru væntingarnar meiri og það eru væntingar sem mér finnst við eiga að hafa. Það verður spennandi að sjá hvað ég segi eftir nokkra mánuði ef það blæs á móti. Ég er alinn upp mestan hluta í Svíþjóð, hef farið í þjálfaraskóla í Svíþjóð og þeir líta á mig sem Svía,“ sagði Kristján.HSÍ hafði samband Hann segir að HSÍ hafi rætt við sig þegar leitin að næsta landsliðsþjálfara Íslands stóð yfir í fyrra. „Ég veit ekki hvort ég kom til greina. Mér var ekki boðið starfið en það var talað við mig. Það var ekkert meira en það,“ sagði Kristján sem segist mundu hafa tekið við Íslandi hefði honum boðist það. „Ef ég hefði fengið möguleika? Auðvitað. Það er mikill heiður og stórt hlutverk að vera þjálfari íslenska landsliðsins. Ég hefði ekki getað sagt nei.“ Hin margumtöluðu kynslóðaskipti virðast loksins vera að eiga sér stað í íslenska landsliðinu en hópurinn sem Geir Sveinsson valdi fyrir leikina gegn Svíum er mjög ungur. Kristján er nokkuð bjartsýnn á framhaldið hjá íslenska liðinu. „Það fer eftir því í hvaða átt þessir ungu leikmenn fara. Við höfum sýnt að við getum náð í medalíu. Verði þeir frískir og fái að verða góðir og sterkir leikmenn í ró og næði eigum við alla möguleika. Mér finnst Ísland alltaf koma til leiks með mikla baráttu. Ég hef trú á því að þetta verði sterkt lið,“ sagði Kristján að lokum. ingvithor@365.is.
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira