Handbolti

Ásgeir Örn og félagar unnu stórlið PSG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með Nimes.
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með Nimes. Vísir/Getty
Ásgeir Örn Hallgrímsson og félagar í liði Nimes sýndu styrk sinn í kvöld þegar þeir urðu fyrsta liðið til að vinna Paris Saint Germain í frönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Paris Saint Germain liðið var búið að vinna sjö fyrstu leiki sína og það með 7,4 mörkum að meðaltali í leik.

Nimes vann leikinn í kvöld 26-24 eftir að hafa verið 16-13 yfir í hálfleik.  Með sigrinum komst Nimes upp að hlið PSG á toppnum en bæði lið eru með 14 stig eftir 8 umferðir.



Ásgeir Örn Hallgrímsson er að glíma við meiðsli og komst ekki á blað í kvöld.

Hinn 19 ára gamli Elohim Prandi var markahæstur hjá Nimes með fimm mörk en Rémi Desbonnet varði líka mjög vel í markinu. Julien Rebichon og Tomi Vozab skoruðu báðir fjögur mörk.

Uwe Gensheimer var markahæstur í stórstjörnuliði PSG með sjö mörk og Nikola Karabatić skoraði sex mörk. Daninn Mikkel hansen var með þrjú mörk og Thierry Omeyer varði 15 skot.

Það var hiti og stemmning í húsinu eins og sjá má hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×