Handbolti

Tekur Jicha við af Alfreð?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jicha og Alfreð unnu marga titla saman hjá Kiel. Hér er Jicha að stríða Alfreð í viðtali eftir einn titil af mörgum.
Jicha og Alfreð unnu marga titla saman hjá Kiel. Hér er Jicha að stríða Alfreð í viðtali eftir einn titil af mörgum. vísir/getty
Það er mikið spáð í það hver muni taka við þjálfarastarfinu hjá Kiel af Alfreð Gíslasyni. Alfreð lætur af störfum hjá félaginu sumarið 2019 og margir sem hafa áhuga enda eitt eftirsóttasta starfið í bransanum.

Framkvæmdastjóri félagsins, Thorsten Storm, er búinn að framlengja samningi sínum við félagið til ársins 2021 og er búinn að ráða Austurríkismanninn Victor Szilagyi sem íþróttastjóra félagsins. Hann hefur störf í janúar.

Samkvæmt þýska miðlinum Bild þá hafa þeir félagar áhuga á því að fá Tékkann Filip Jicha sem arftaka Alfreðs.

Jicha lék með Kiel frá 2007 til 2015 og var lengi fyrirliði liðsins. Hann fór þá til Barcelona en neyddist til þess að leggja skóna á hilluna á dögunum vegna meiðsla.

Alfreð hefur verið þjálfari Kiel síðan 2008 og átti gott samstarf við Jicha á þeim árum sem Tékkinn var hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×