Handbolti

Lúin ljón nældu í stig í Barcelona

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron á blaðamannafundinum er hann var kynntur sem leikmaður Barcelona.
Aron á blaðamannafundinum er hann var kynntur sem leikmaður Barcelona. mynd/barcelona
Rhein-Neckar Löwen og Barcelona skyldu jöfn 26-26 í Barcelona nú rétt í þessu en eftir stutta hvíld frá síðasta leik reyndi Löwen að hvíla leikmenn og slapp með stig.

Ljónin með Guðjón Val Sigurðsson og Alexander Petersson innanborðs léku einnig á útivelli í þýsku deildinni í gær í sigri gegn Leipzig en þeir fengu báðir hvíld í kvöld.

Aron Pálmarsson fékk stærra hlutverk í sóknarleik Barcelona í dag en hann lék stærstan hluta leiksins og var með tvö mörk úr átta skotum.

Barcelona var með frumkvæðið framan af en staðan var jöfn í hálfleik 13-13. Í seinni hálfleik snerist taflið við, Ljónin voru með forskotið en Börsungar björguðu stigi undir lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×