Erlent

Lúxuslíf fyrir málaskólafé

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Konungur fékk gjafir frá Svía í Paradísarskjölunum.
Konungur fékk gjafir frá Svía í Paradísarskjölunum. NORDICPHOTOS/GETTY
Foreldrar danskrar stúlku greiddu danska fyrirtækinu EF Education First nær 15 þúsund danskar krónur, eða um 240 þúsund íslenskar krónur, fyrir 10 daga dvöl í málaskóla í München í Þýskalandi.

Peningarnir fóru til fyrirtækis í Sviss sem ber nafnið EF International Language Schools Ltd. Starfsmaður fyrirtækjaskrár í kantónunni Luzern, þar sem fyrirtækið er skráð, segir ekki vitað hver eigandinn er.

Í Paradísarskjölunum, sem lekið var til Süddeutsche Zeitung, kemur hins vegar fram að greiðslur foreldra dönsku stúlkunnar og þúsunda annarra um allan heim enda í skattaskjólum og tryggja manninum á bak við ferðir til málaskólanna, Svíanum Bertil Hult, lúxuslíf. Hann á einkaþotu, lúxussnekkju og umgengst þotulið og kóngafólk.

Hult ver svo miklu fé til að styrkja bönd sín við sænsku konungsfjölskylduna að ákæruvaldið rannsakaði fyrir nokkrum árum hvort um mútugreiðslur væri að ræða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×