Handbolti

Kristianstad með átta stiga forskot í EM-fríinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Kristianstads á æfingu með íslenska landsliðinu.
Leikmenn Kristianstads á æfingu með íslenska landsliðinu. Vísir/Anton
Kristianstad vann öruggan sigur á Aranäs, 24-15, í sínum síðasta leik fyrir EM-fríið.

Kristianstad hefur unnið 20 af 21 leik sínum í vetur og er með átta stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar.

Varnarleikur sænsku meistaranna í leiknum í kvöld var afar sterkur. Til marks um það skoraði Aranäs aðeins sex mörk í seinni hálfleik.

Ólafur Guðmundsson skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad í leiknum í kvöld og gaf tvær stoðsendingar.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendingar en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×