Innlent

Gul viðvörun fyrir landið vestanvert

Atli Ísleifsson skrifar
Útlit er fyrir að hann snýst í norðaustanátt um jólin með kólnandi veðri og éljum eða snjókomu norðan- og austanlands en léttskýjað sunnan heiða.
Útlit er fyrir að hann snýst í norðaustanátt um jólin með kólnandi veðri og éljum eða snjókomu norðan- og austanlands en léttskýjað sunnan heiða. Vísir/Vilhelm
Gul viðvörun er í gangi um allt vestanvert landið í dag og til fyrramáls, eða austur að Tröllaskaga fyrir norðan og austur að Mýrdalsjökli fyrir sunnan.

Veðurstofan spáir 13 til 18 metrum á sekúndu á þessum svæðum með þéttum éljagangi.

Á vef veðurstöfunnar segir að sum élin verði dimm og önnur jafnvel með hagléli og því gæti orðið nokkuð blint, einkum á fjallavegum, og því varhugavert að ferðast þar.

„Hægari vindur og færri él síðdegis á morgun en vaxandi suðaustanátt aðfaranótt föstudags, með rigningu á láglandi og hlýnandi veðri. Líkur á talsverðri eða mikilli rigningu sunnan- og vestanlands en úrkomuminna um kvöldið og styttir upp austantil á landinu.

Útlit er fyrir að hann snýst í norðaustanátt um jólin með kólnandi veðri og éljum eða snjókomu norðan- og austanlands en léttskýjað sunnan heiða.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×