Innlent

Hálka og hálkublettir víða um land

Atli Ísleifsson skrifar
Akstursskilyrði eru víða varasöm í dag.
Akstursskilyrði eru víða varasöm í dag. Vísir/gva
Hálka og hálkublettir eru nú víða um land. Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum og þá er hálka eða snjóþekja mjög víða á Suðurlandi. Flughált er á Rangárvallavegi og hálkublettir á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að á Vesturlandi og Vestfjörðum sé hálka eða hálkublettir á flestum leiðum.

„Víða er greiðfært á Norðurlandi vestra  en þó er hálka eða hálkublettir á nokkrum leiðum. Á Norðausturlandi er heldur meiri hálka og flughált í Reykjahverfi.

Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Hálka er einnig á Suðausturlandi og flughálka milli Hvalness og Jökulárlóns á Breiðamerkursandi.“

Appelsínugul viðvörun

Gefin hefur verið úr appelsínugul viðvörun á Suðvesturlandi, Suðausturlandi og Austfjörðum í dag, en gul viðvörun í öðrum landshlutum.

„Í nýjustu spám er lítið eitt dregið úr mestu veðurhæð suðvestanlands, engu að síður er spáð stormi með slagveðursrigningu og hviðum allt að 35 m/s á Reykjanesbraut, Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum. Hvessir nokkuð snögglega upp úr kl.15 og veður nær hámarki suðvestanlands í skamma stund laust fyrir kl. 18 á meðan lægðin fer hjá. 35-40 m/s undir Hafnarfjalli á milli kl. 17 og 19. Yfir Hellisheiði fylgir bleytuhríð og varasöm akstursskilyrði síðdegis,“ segir í athugasemd frá veðurfræðingi sem fylgir með tilkynningunni frá Vegagerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×