Vegum lokað víða um land vegna veðurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2018 22:09 Gul viðvörun er nú í gildi á nánast landinu öllu meðan vetrarveður gengur yfir með tilheyrandi ofankomu og skafrenningi. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm Þrjár björgunarsveitir á Norðurlandi, þær Týr, Súlur og Ægir, aðstoða nú ökumenn sem sitja fastir í bílum sínum í Víkurskarði en tugir bílar festust þar í kvöld vegna veðurs og ófærðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri verður skarðið ekki opnað aftur í kvöld en því var lokað upp úr klukkan sex vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Magnús Björnsson í aðgerðastjórn hjá björgunarsveitinni Súlum á Akureyri segir að um fimmtán til tuttugu björgunarsveitarmenn komi að verkefninu. Aðallega sé um að ræða fasta bíla en einhver ofankoma og skafrenningur er í skarðinu svo það skefur fljótt að bílunum. Farið er að síga á seinni hlutann í aðgerðum björgunarsveita og lögreglu í Víkurskarði en þeim er ekki alveg lokið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ökumenn víðar á Norðurlandi hafa lent í vandræðum í kvöld vegna veðurs. Þannig segir á vef Morgunblaðsins að björgunarsveitin á Þórshöfn hafi verið kölluð út vegna ökumanna sem lentu í vandræðum.Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir vegna veðurs: Fróðárheiði, Fjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúli, Vatnsskarð eystra, Hófaskarð, Kleifaheiði, Víkurskarð, Víðidalur og Miðfjörður.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Á Suður- og Vesturlandi er hálka eða hálkublettir flestum leiðum. Skafrenningur er á fjallvegum og óveður undir Eyjafjöllum. Þæfingur er á Mosfellsheiði og óveður undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Éljagangur og snjókoma er á Snæfellsnesi. Lokað er um Fróðárheiði.Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, Steingrimsfjarðarheiði, Þröskuldum og á Svínadal en þungfært er á Klettshálsi, Mikladal og á Hálfdán.Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Óveður er í Skagafirði, þungfært á Öxnadalsheiði og þæfingur frá Siglufirði og yfir í Fljót. Lokað er um Víkurskarð, Dettifossveg og í Víðidal í Húnavatnssýslu.Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingur er á Öxi en lokað er um Hófaskarð og Vatnsskarð eystra.Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni. Óveður er í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum. Veður Tengdar fréttir Veginum um Víkurskarð lokað vegna umferðaróhapps Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega. 22. janúar 2018 19:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Þrjár björgunarsveitir á Norðurlandi, þær Týr, Súlur og Ægir, aðstoða nú ökumenn sem sitja fastir í bílum sínum í Víkurskarði en tugir bílar festust þar í kvöld vegna veðurs og ófærðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri verður skarðið ekki opnað aftur í kvöld en því var lokað upp úr klukkan sex vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Magnús Björnsson í aðgerðastjórn hjá björgunarsveitinni Súlum á Akureyri segir að um fimmtán til tuttugu björgunarsveitarmenn komi að verkefninu. Aðallega sé um að ræða fasta bíla en einhver ofankoma og skafrenningur er í skarðinu svo það skefur fljótt að bílunum. Farið er að síga á seinni hlutann í aðgerðum björgunarsveita og lögreglu í Víkurskarði en þeim er ekki alveg lokið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ökumenn víðar á Norðurlandi hafa lent í vandræðum í kvöld vegna veðurs. Þannig segir á vef Morgunblaðsins að björgunarsveitin á Þórshöfn hafi verið kölluð út vegna ökumanna sem lentu í vandræðum.Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir vegna veðurs: Fróðárheiði, Fjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúli, Vatnsskarð eystra, Hófaskarð, Kleifaheiði, Víkurskarð, Víðidalur og Miðfjörður.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Á Suður- og Vesturlandi er hálka eða hálkublettir flestum leiðum. Skafrenningur er á fjallvegum og óveður undir Eyjafjöllum. Þæfingur er á Mosfellsheiði og óveður undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Éljagangur og snjókoma er á Snæfellsnesi. Lokað er um Fróðárheiði.Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, Steingrimsfjarðarheiði, Þröskuldum og á Svínadal en þungfært er á Klettshálsi, Mikladal og á Hálfdán.Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Óveður er í Skagafirði, þungfært á Öxnadalsheiði og þæfingur frá Siglufirði og yfir í Fljót. Lokað er um Víkurskarð, Dettifossveg og í Víðidal í Húnavatnssýslu.Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingur er á Öxi en lokað er um Hófaskarð og Vatnsskarð eystra.Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni. Óveður er í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum.
Veður Tengdar fréttir Veginum um Víkurskarð lokað vegna umferðaróhapps Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega. 22. janúar 2018 19:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Veginum um Víkurskarð lokað vegna umferðaróhapps Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega. 22. janúar 2018 19:49