Handbolti

Vignir bikarmeistari með Holstebro

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vignir í landsleik.
Vignir í landsleik. vísir/daníel
Vignir Svavarsson varð í dag danskur bikarmeistari í handbolta með liði sínu Holstebro eftir sigur á GOG í bikarúrslitunum.

Vignir tryggði Holstebro sæti í úrslitaleiknum með sigurmarki frá miðju í undanúrslitunum í gær og hann hélt áfram að standa sig vel í dag, með fjörgur af 26 mörkum Holstebro.

Hann var markahæstur ásamt þremur öðrum leikmönnum í liði Holstebro sem vann leikinn með 26 mörkum gegn 21.

Bikarmeistaratitillinn er þriðji titillinn sem Vignir vinnur í atvinnumennsku. Hann hefur unnið danska bikartitilinn einu sinni áður með Midtjylland og hann vann EHF bikarinn með þýska liðinu Lemgo árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×