Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. febrúar 2018 19:15 Skjáskot af falsfréttinni. Ljóst er að búið er að útbúa mynd til að láta líta út fyrir að Ólafur hafi verið í viðtali. Glöggir lesendur taka þó eftir því að hann er í myndveri Kiljunnar á þessari mynd. Vísir/Skjáskot Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. „Ólafur hefur í samstarfi við bandarískt teymi búið til „Bitcoin Code“ – kerfi sem tryggir öllum Íslendingum fjárhagslegt öryggi í framtíðinni,“ segir meðal annars í fréttinni. Þá kemur einnig fram að Bitcoin Code hafi nú þegar gert fjölda fólks að milljónamæringum. Í samtali við Vísi segir Ólafur Jóhann að honum hafi verið bent á falsfréttina í vikunni. „Ég fékk ábendingar um þetta frá fjölda fólks á Íslandi sem höfðu rekið augun í fréttina. Þetta virðist vera að skjóta upp kollinum ansi víða en þetta hefur svo undið upp á sig síðustu daga,“ segir hann.Fyrirsögn falsfréttarinnar. Talað er um Bitcoin kraftaverk Ólafs sem sé að breyta lífum Íslendinga.Vísir/SkjáskotFacebook gangi illa að stöðva útbreiðslunaÓlafur segir að hann hafi reynt að stöðva frekari útbreiðslu en mikill hægagangur sé í þeim efnum hjá Facebook. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð.“ Segist hann ætla að reyna að gera meira í þessu á mánudaginn. „Aðallega hef ég áhyggjur af því að þessir óprúttnu aðilar nái að blekkja einhverja. Það er leiðinlegt fyrir mig að nafnið mitt tengist svona rugli en það er náttúrulega miklu verra ef einhver bítur á agnið,“ segir hann.Ólafi eru gerð upp ófá ummæli í fréttinni og reyna svikahrapparnir að láta lesendur bíta á agnið.Vísir/SkjáskotMyndi aldrei kaupa BitcoinÓlafur segir að hann hafi aldrei keypt Bitcoin-rafmyntina. „Ég hef aldrei keypt Bitcoin. Ég er ekki í því að ráðleggja fólki hvað varðar svona lagað en mér myndi aldrei nokkurn tímann detta í hug að kaupa Bitcoin, ekki frekar en að kaupa tréspíra af einhverjum vafasömum sprúttsala,“ segir hann. „Ég veit ekki hvort það sé eitthvað til í því en einhver sagði mér að það væri hægt að rekja þetta til einhverra Rússa,“ segir Ólafur að lokum. Rafmyntir Facebook Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. „Ólafur hefur í samstarfi við bandarískt teymi búið til „Bitcoin Code“ – kerfi sem tryggir öllum Íslendingum fjárhagslegt öryggi í framtíðinni,“ segir meðal annars í fréttinni. Þá kemur einnig fram að Bitcoin Code hafi nú þegar gert fjölda fólks að milljónamæringum. Í samtali við Vísi segir Ólafur Jóhann að honum hafi verið bent á falsfréttina í vikunni. „Ég fékk ábendingar um þetta frá fjölda fólks á Íslandi sem höfðu rekið augun í fréttina. Þetta virðist vera að skjóta upp kollinum ansi víða en þetta hefur svo undið upp á sig síðustu daga,“ segir hann.Fyrirsögn falsfréttarinnar. Talað er um Bitcoin kraftaverk Ólafs sem sé að breyta lífum Íslendinga.Vísir/SkjáskotFacebook gangi illa að stöðva útbreiðslunaÓlafur segir að hann hafi reynt að stöðva frekari útbreiðslu en mikill hægagangur sé í þeim efnum hjá Facebook. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð.“ Segist hann ætla að reyna að gera meira í þessu á mánudaginn. „Aðallega hef ég áhyggjur af því að þessir óprúttnu aðilar nái að blekkja einhverja. Það er leiðinlegt fyrir mig að nafnið mitt tengist svona rugli en það er náttúrulega miklu verra ef einhver bítur á agnið,“ segir hann.Ólafi eru gerð upp ófá ummæli í fréttinni og reyna svikahrapparnir að láta lesendur bíta á agnið.Vísir/SkjáskotMyndi aldrei kaupa BitcoinÓlafur segir að hann hafi aldrei keypt Bitcoin-rafmyntina. „Ég hef aldrei keypt Bitcoin. Ég er ekki í því að ráðleggja fólki hvað varðar svona lagað en mér myndi aldrei nokkurn tímann detta í hug að kaupa Bitcoin, ekki frekar en að kaupa tréspíra af einhverjum vafasömum sprúttsala,“ segir hann. „Ég veit ekki hvort það sé eitthvað til í því en einhver sagði mér að það væri hægt að rekja þetta til einhverra Rússa,“ segir Ólafur að lokum.
Rafmyntir Facebook Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira