Handbolti

Alfreð fær ekki nýja vinnu, Prokop verður áfram

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Prokop getur sofið rótt í kvöld, hann mun ekki missa vinnuna í bráð
Prokop getur sofið rótt í kvöld, hann mun ekki missa vinnuna í bráð vísir/getty
Þýska handknattleikssambandið ákvað í dag að halda Christian Prokop í starfi en miklar vangaveltur hafa verið í Þýskalandi um framtíð hans, ekki sýst vegna ummæla Dags Sigurðssonar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á dögunum.

Prokop tók við starfi landsliðsþjálfara í fyrra þegar Dagur hætti með þýska landsliðið eftir að hafa gert það að Evrópumeisturum árið 2016.

Liðið þótti ekki ná viðunandi árangri á Evrópumótinu í Króatíu fyrr á árinu þar sem það komst ekki í undanúrslit og sagði Dagur að hann hefði það á tilfinningunni að þýska sambandið ætlaði að ráða Alfreð Gíslason í stað Prokop.

Sjá einnig:Nýjasti spádómur Dags: Alfreð Gísla tekur við þýska landsliðinu

Sambandið fundaði svo í dag þar sem farið var yfir mótið og framtíðin rædd. Eftir fundinn var send út yfirlýsing þar sem greint var frá því að Prokop yrði áfram í starfi.





Þýski miðillinn Die Welt segir ákvörðun þýska sambandsins koma á óvart þar sem flestir innan handboltaheimsins hafi talið að Prokop yrði vikið úr starfi. Þar er talið að ástæðan sé sú að of dýrt hefði reynst að segja Prokop upp.


Tengdar fréttir

Alfreð: Takk Dagur Sigurðsson, ég veit hvaðan orðrómurinn kemur

Framtíð Christian Prokop sem þjálfara þýska handboltalandsliðsins ræðst í dag en Alfreð Gíslason hefur verið orðaður við starfið. Kiel kannast þó ekkert við að hafa heyrt í þýska handboltasambandinu og Alfreð sjálfur gerir grín að öllu fjaðrafokinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×