Handbolti

Aron fjarri góðu gamni þegar Barca vann með minnsta mun

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron í leik með Barcelona.
Aron í leik með Barcelona. fc barcelona
Barcelona fékk Wisla Plock í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld en Aron Pálmarsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. 

Leikurinn var jafn lengi framan af en í upphafi síðari hálfleiks virtust Pólverjarnir vera að sigla fram úr en gestirnir náðu til að mynda fjögurra marka forskoti, 18-22, þegar tæpar fimmtán mínútur lifðu leiks.

Börsungar hins vegar náðu að koma til baka með góðum lokakafla og unnu að lokum sigur með minnsta mun, 28-27 og var sigurmarkið skorað hálfri mínútu fyrir leikslok.

Jure Dolenec var markahæstur í liði Barcelona með sex mörk en næstur kom Raul Entrerrios með fimm mörk. Dan Racotea var atkvæðamestur hjá gestunum með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×