Handbolti

Stórleikur Óla endaði með snemmbúinni sturtu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur hefur skorað mikið í búningi Kristianstad
Ólafur hefur skorað mikið í búningi Kristianstad vísir/getty
Ólafur Guðmundsson sá rautt í leik Kristianstad og Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Eftir að hafa farið mikinn og verið lang markahæstur í liði Kristianstad með átta mörk endaði kvöldið leiðinlega fyrir landsliðsmanninn sem fékk að líta rauða spjaldið þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum.

Það sem verra er þá leiddi brot Ólafs til vítakasts sem Christopher Hedberg jafnaði leikinn úr og tryggði Skövde stig gegn toppliðinu.

Kristianstad er þó nokkuð öruggt á toppnum ennþá, með átta stiga forystu á Malmö.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Kristianstad en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×