Handbolti

Rúnar skoraði eitt í sigri á Alfreð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar í landsleik með Íslandi.
Rúnar í landsleik með Íslandi. vísir/ernir
Rúnar Kárason skoraði eitt mark þegar Hannover-Burgdorf hafði betur, 28-27, gegn Kiel í spennutrylli í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var hin mesta skemmtun.

Heimaten í Hannover leiddu með þremur mörkum þegar fjórar mínútur voru eftir, en Kiel skoraði síðustu tvö mörk leiksins.  Nær komust þeir ekki og lokatölur 28-27.

Með sigrinum fer Hannover á toppinn í deildinni, en Rhein-Neckar Löwen á þó tvo leiki til góða. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

Fuchse Berlín skaust upp að hlið Rhein-Neckar Löwen í öðru sæti deildarinnar eftir sigur á Leipzig á heimavelli í kvöld, 24-20. Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk.

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar í Erlangen gerðu 26-26 jafntefli við Wetzlar. Erlangen er í þrettánda sætinu með 14 stig.

Huttenberg er á botni deildarinnar með sjö stig, en þeir töpuðu, 30-23, fyrir Flensburg á heimavelli. Ragnar Jóhannsson skoraði fjögur mörk fyrir Huttenberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×