Innlent

Opnað fyrir umferð um Reykjanesbraut

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Skjáskot
Vegagerðin hefur opnað veginn um Reykjanesbraut en þar er þó mikið hvassviðri og vatnselgur. Veginum var lokað um klukkan hálf átta í morgun.

„Það voru farnar að berast tilkynningar frá vegfarendum um að bílar væru byrjaðir að kastast til,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi í morgun.

Búið er að loka vegunum um Fróðárheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda, Hafnarfjall, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Kjalarnes, Grindavíkurveg, Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. Gular viðvaranir eru í gildi annars staðar á landinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×