Guðjón Valur stoltur af Ljónunum sem létu ekki bjóða sér bullið hjá EHF Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2018 08:00 Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson fara líklega ekki áfram í Meistaradeildinni. vísir/getty Þýskalandsmeistarar Rhein-Neckar Löwen munu senda varaliðið sitt í fyrri leikinn á móti Evrópumeisturum Kielce frá Póllandi í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem rígurinn á milli evrópska handknattleikssambandsins og þess þýska heldur áfram. Staðan er þannig að Ljónin þurfa að spila stórleik á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel 25. mars klukkan tíu mínútur yfir sex að þýskum tíma en klukkan fjögur sama dag á Löwen að vera í Póllandi. Það gengur augljóslega ekki upp. Fyrr á leiktíðinni þurftu þýsku meistararnir að spila heimaleik gegn Leipzig í deildinni og svo Meistaradeildarleik á útivelli gegn stórliði Barcelona en vandræðin á milli EHF og þýska sambandsins eru mikil. Valdabaráttan er í algleymingi og stefnir í að aðeins eitt þýskt lið verði í Meistaradeildinni á næstu leiktíð þar sem evrópska sambandið hefur engan áhuga á að vinna með því þýska og finna leikdaga í kringum þessa sterkustu deild heims.Skaðar íþróttina Forsvarsmenn Rhein-Neckar Löwen tóku þá ákvörðun í gær að láta ekki bjóða sér þetta bull og ætla að senda varaliðið til leiks á móti Kielce en óhætt er að segja að þar með eru möguleika þess á að komast áfram úr sögunni. „Félagið okkar hefur barist hart gegn þessari stöðu og við munum ekki gefa heimaleikinn okkar eins og við höfum verið beðin um,“ segir Jennifer Ketteman, framkvæmdastjóri Löwen, en lausn EHF var að liðin mundu skipta á heimaleikjum. „Við erum búin að lofa okkur í þennan leik á móti Kiel sem verður sýndur beint á ARD og á Sky og við ætlum að standa við orð okkar. Persónulega vonaðist ég til þess að það sem gerðist fyrr í vetur myndi opna augu EHF en sú er ekki raunin. Þetta skaðar íþróttina okkar og við hörmum þessa valdabaráttu,“ segir Ketteman. Ljóst er að Ljónin njóta fulls stuðnings leikmanna liðsins en íslenski landsliðsfyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, sem er ekki bara ein skærasta stjarna Löwen heldur handboltaheimsins, styður ákvörðun sinna manna. „Ég hef alltaf gert allt fyrir mitt félag, sama hvaða treyju ég hef klæðst. Í dag er ég sérstaklega stoltur af því að vera hluti af Rhein-Neckar Löwen. Sambönd og forráðamenn eiga aldrei að vera stærri en íþróttin okkar og íþróttamennirnir. Við stigum niður fæti fyrir handboltann og handboltamenn í dag,“ segir hann í Instagram-færslu. I have always given everything for my club, no matter what jersey I've worn. But today I am particularly proud to be part of the @rnloewen . Federations and officials should never be more important than our sport and we athletes. We have made a statement for handball and handball players today! Ich habe immer alles für meinen Verein gegeben, egal welches Trikot ich getragen habe. Heute aber bin ich besonders stolz, Teil der @rnloewen zu sein. Verbände und Funktionäre dürfen niemals wichtiger sein als unsere Sportart und wir Sportler. Für den Handball und Handballspieler haben wir heute ein Zeichen gesetzt! #handball #1team1ziel A post shared by Gudjon Valur Sigurdsson (@gudjonvalur9) on Mar 8, 2018 at 1:50pm PST Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Þýskalandsmeistarar Rhein-Neckar Löwen munu senda varaliðið sitt í fyrri leikinn á móti Evrópumeisturum Kielce frá Póllandi í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem rígurinn á milli evrópska handknattleikssambandsins og þess þýska heldur áfram. Staðan er þannig að Ljónin þurfa að spila stórleik á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel 25. mars klukkan tíu mínútur yfir sex að þýskum tíma en klukkan fjögur sama dag á Löwen að vera í Póllandi. Það gengur augljóslega ekki upp. Fyrr á leiktíðinni þurftu þýsku meistararnir að spila heimaleik gegn Leipzig í deildinni og svo Meistaradeildarleik á útivelli gegn stórliði Barcelona en vandræðin á milli EHF og þýska sambandsins eru mikil. Valdabaráttan er í algleymingi og stefnir í að aðeins eitt þýskt lið verði í Meistaradeildinni á næstu leiktíð þar sem evrópska sambandið hefur engan áhuga á að vinna með því þýska og finna leikdaga í kringum þessa sterkustu deild heims.Skaðar íþróttina Forsvarsmenn Rhein-Neckar Löwen tóku þá ákvörðun í gær að láta ekki bjóða sér þetta bull og ætla að senda varaliðið til leiks á móti Kielce en óhætt er að segja að þar með eru möguleika þess á að komast áfram úr sögunni. „Félagið okkar hefur barist hart gegn þessari stöðu og við munum ekki gefa heimaleikinn okkar eins og við höfum verið beðin um,“ segir Jennifer Ketteman, framkvæmdastjóri Löwen, en lausn EHF var að liðin mundu skipta á heimaleikjum. „Við erum búin að lofa okkur í þennan leik á móti Kiel sem verður sýndur beint á ARD og á Sky og við ætlum að standa við orð okkar. Persónulega vonaðist ég til þess að það sem gerðist fyrr í vetur myndi opna augu EHF en sú er ekki raunin. Þetta skaðar íþróttina okkar og við hörmum þessa valdabaráttu,“ segir Ketteman. Ljóst er að Ljónin njóta fulls stuðnings leikmanna liðsins en íslenski landsliðsfyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, sem er ekki bara ein skærasta stjarna Löwen heldur handboltaheimsins, styður ákvörðun sinna manna. „Ég hef alltaf gert allt fyrir mitt félag, sama hvaða treyju ég hef klæðst. Í dag er ég sérstaklega stoltur af því að vera hluti af Rhein-Neckar Löwen. Sambönd og forráðamenn eiga aldrei að vera stærri en íþróttin okkar og íþróttamennirnir. Við stigum niður fæti fyrir handboltann og handboltamenn í dag,“ segir hann í Instagram-færslu. I have always given everything for my club, no matter what jersey I've worn. But today I am particularly proud to be part of the @rnloewen . Federations and officials should never be more important than our sport and we athletes. We have made a statement for handball and handball players today! Ich habe immer alles für meinen Verein gegeben, egal welches Trikot ich getragen habe. Heute aber bin ich besonders stolz, Teil der @rnloewen zu sein. Verbände und Funktionäre dürfen niemals wichtiger sein als unsere Sportart und wir Sportler. Für den Handball und Handballspieler haben wir heute ein Zeichen gesetzt! #handball #1team1ziel A post shared by Gudjon Valur Sigurdsson (@gudjonvalur9) on Mar 8, 2018 at 1:50pm PST
Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira