Handbolti

Bjarki Már og félagar duttu úr bikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bjarki Már í baráttunni.
Bjarki Már í baráttunni. vísir/getty
Magdeburg kom í veg fyrir að þrjú af fjórum liðum í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta væru Íslendingalið með því að sigra Bjarka Má Elísson og félaga í Füchse Berlin í 8-liða úrslitum í kvöld.

Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik komu gestirnir í Magdeburg sér upp fimm marka forystu. Heimamenn klóruðu sig til baka inn í leikinn og aðeins munaði einu marki í hálfleik, 16-17.

Füchse Berlin skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og jafnaði leikinn. Eftir það var leikurinn járn í járn út allan hálfleikinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Lokatölur urðu 29-30.

Bjarki Már komst ekki á blað fyrir Füchse. Robert Weber í liði Magdeburg fór hamförum í leiknum og skoraði 14 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×