Handbolti

Fjögur íslensk mörk er Kristianstad féll úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur skoraði eitt mark í kvöld.
Ólafur skoraði eitt mark í kvöld. vísir/getty
Íslendingaliðið Kristianstad er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í síðari leik liðsins gegn Flensburg, 27-24. Samanlagt tapaði Kristianstad með sjö marka mun í leikjunum tveimur gegn þýska liðinu.

Flensburg var 13-9 yfir í hálfleik og í raun var Flensborg alltaf með sigurinn í hendi sér. Lokatölur 27-24. Þeir eru komnir í átta liða úrslitin en Lasse Svan var markahæstur Flensburg með fimm mörk.

Fyrri leikurinn tapaðist 22-26 á heimavelli og því samanlagt úr leikjunum tveim, 53-46. Samt sem áður flottur árangur hjá þessum sænska klúbbi sem fór áfram úr sterkum riðli.

Fjögur íslensk mörk litu dagsins ljós í Þýskalandi í kvöld. Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvö mörk og þeir Ólafur Andrés Guðmundsson og Arnar Freyr Arnarsson sitt hvort markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×