Páskahret ekki gengið yfir landið í rúm tuttugu ár Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2018 14:00 Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á mánudag, annan í páskum. VÍSIR/VILHELM Tuttugu og tvö ár eru síðan síðasta páskahret sem heitir getur gekk yfir landið en það var á skírdag árið 1996. Þó er von á snjókomu víða um land á mánudag og verður hiti líklega undir frostmarki fram eftir viku. Snörp norðanátt gerir oft vart við sig einhvern tímann á þeim hálfa mánuði sem fylgir páskunum og getur snjókoma því verið nokkuð algeng. Þessi veðuratburður sem nefndur hefur verið páskahret berst því gjarnan í tal á þessu tímabili. Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá því á vefsíðu sinni Hungurdiskum að ekkert páskahret sem heitir getur hafi gert hér á landi síðan á skírdag árið 1996 en þá gekk mikið hríðarveður yfir landið og olli samgöngutruflunum. Önnur páskahret sem þykja skera sig úr voru árin 1963 og 1967.Sjá einnig: Bætir í vind og éljagang í kvöld Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir það líklega skilgreiningaratriði hvenær snjókoma um páska teljist til páskahrets en von er á slíku veðri á næstu dögum. Von er á éljum sunnan- og vestanlands í dag og í nótt. „Og síðan fer að snjóa á norðvestanverðu landinu á moirgun og svo snjókoma víða um land á mánudag og kólnandi veður. Það er að fara í norðanátt núna eftir helgi. Þetta er ekkert páskahret, það er bara ekki ennþá komið vor,“ segir Þorsteinn. Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á mánudag en reiknað er þó með björtu en köldu veðri fram eftir viku. „Það er nú eiginlega bara norðanátt eins langt og við sjáum, semsagt alveg út vikuna, og frekar kalt á öllu landinu, snjókoma og él á norðanverðu landinu og það fer ekkert að draga úr því fyrr en næstu helgi,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur. Veður Tengdar fréttir Bætir í vind og éljagang í kvöld Gert er ráð fyrir að rofa muni til á Norðurlandi eftir því sem líður á daginn en sunnantil mun bæta í vind og éljagang með kvöldinu. 31. mars 2018 10:04 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Tuttugu og tvö ár eru síðan síðasta páskahret sem heitir getur gekk yfir landið en það var á skírdag árið 1996. Þó er von á snjókomu víða um land á mánudag og verður hiti líklega undir frostmarki fram eftir viku. Snörp norðanátt gerir oft vart við sig einhvern tímann á þeim hálfa mánuði sem fylgir páskunum og getur snjókoma því verið nokkuð algeng. Þessi veðuratburður sem nefndur hefur verið páskahret berst því gjarnan í tal á þessu tímabili. Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá því á vefsíðu sinni Hungurdiskum að ekkert páskahret sem heitir getur hafi gert hér á landi síðan á skírdag árið 1996 en þá gekk mikið hríðarveður yfir landið og olli samgöngutruflunum. Önnur páskahret sem þykja skera sig úr voru árin 1963 og 1967.Sjá einnig: Bætir í vind og éljagang í kvöld Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir það líklega skilgreiningaratriði hvenær snjókoma um páska teljist til páskahrets en von er á slíku veðri á næstu dögum. Von er á éljum sunnan- og vestanlands í dag og í nótt. „Og síðan fer að snjóa á norðvestanverðu landinu á moirgun og svo snjókoma víða um land á mánudag og kólnandi veður. Það er að fara í norðanátt núna eftir helgi. Þetta er ekkert páskahret, það er bara ekki ennþá komið vor,“ segir Þorsteinn. Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á mánudag en reiknað er þó með björtu en köldu veðri fram eftir viku. „Það er nú eiginlega bara norðanátt eins langt og við sjáum, semsagt alveg út vikuna, og frekar kalt á öllu landinu, snjókoma og él á norðanverðu landinu og það fer ekkert að draga úr því fyrr en næstu helgi,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur.
Veður Tengdar fréttir Bætir í vind og éljagang í kvöld Gert er ráð fyrir að rofa muni til á Norðurlandi eftir því sem líður á daginn en sunnantil mun bæta í vind og éljagang með kvöldinu. 31. mars 2018 10:04 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Bætir í vind og éljagang í kvöld Gert er ráð fyrir að rofa muni til á Norðurlandi eftir því sem líður á daginn en sunnantil mun bæta í vind og éljagang með kvöldinu. 31. mars 2018 10:04