Handbolti

Íslensku strákarnir unnu Dag og félaga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Anton Rúnarsson var atkvæðamestur í liði Íslands
Anton Rúnarsson var atkvæðamestur í liði Íslands Vísir/Andri Marinó
Íslenska B-landsliðið vann Dag Sigurðsson og lærisveina hans í A-landsliði Japans á æfingamóti í Hollandi í kvöld.

Ísland var yfir með þremur mörkum í hálfleik, 20-17, og vann að lokum eins marks sigur 39-38. Mikil dramatík var á loka mínútunum en Japan var 38-37 yfir þegar rúm ein og hálf mínúta var eftir.

Hákon Daði Styrmisson jafnaði metin úr vítakasti og skoraði sjálfur sigurmarkið á loka sekúndunum.

Leikurinn var sá þriðji hjá B-landsliðinu á mótinu. Liðið vann B-lið Hollands með þremur mörkum en tapaði með tveimur fyrir A-liði Hollands.

Mörk Íslands: Anton Rúnarsson 6, Arnar Birkir Hálfdánsson 6, Vignir Stefánsson 6, Óðinn Þór Ríkharðsson 5, Agnar Smári Jónsson 4, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Hákon Daði Styrmisson 3, Sveinn Jóhannsson 2, Böðvar Páll Ásgeirsson 1, Elliði Snær Viðarsson 1, Ísak Rafnsson 1, Magnús Óli Magnússon 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×