Handbolti

Tandri: Allir íbúar Skjern fagna með okkur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tandri í leik með íslenska landsliðinu í handbolta.
Tandri í leik með íslenska landsliðinu í handbolta. vísir/anton
Ein óvæntustu úrslit ársins í handboltanum litu dagsins ljós í gær þegar Skjern sló ungverska stórveldið Veszprém úr keppni í Meistaradeild Evrópu.

Ungverjarnir hafa verið fastagestir í Final4 undanfarin fjögur ár og því afar óvænt að sjá liðið falla úr leik í 16-liða úrslitum.

Á meðal leikmanna Skjern er Íslendingurinn Tandri Már Konráðsson. Hann komst ekki á blað í leiknum í gær en stóð vaktina í vörninni með prýði.

Hann var gripinn í viðtal að leik loknum eins og sjá má hér fyrir neðan en þar er hann meðal annars spurður út í íbúafjölda í Skjern. Skjern er danskur smábær á Vestur-Jótlandi en þar búa tæplega átta þúsund manns sem allir fögnuðu þessum ótrúlegu úrslitum ef marka má orð Tandra.

Skjern er fyrsta danska liðið til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu frá árinu 2012. Tandri og félagar mæta að öllum líkindum franska liðinu Nantes í 8-liða úrslitum en Frakkarnir eru í mjög góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Meshkov Brest. 




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×