Handbolti

Níu manns þurfa að borga sekt fyrir að dreifa myndunum af Noru

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nora Mörk.
Nora Mörk. Vísir/Getty
Norska handboltakonan Nora Mörk fagnar viðbrögðum og vinnubrögðum lögreglunnar.

Nora Mörk og hennar fólk börðust fyrir því að þeir aðilar sem dreifðu viðkvæmum myndum af henni á netinu yrðu sóttir til saka. Nú sér fyrir árangur af þeirri baráttu.

Fimmtán aðilar voru kærðir og nú er orðið ljóst að níu þeirra þurfa að borga sekt. Sektin er á milli tíu til fimmtán þúsund norskar krónur eða á mili 130 og 150 þúsund krónur íslenskar.  Nettavisen segir frá.





Tvö mál voru lögð niður en mál fjögurra aðila af hinum fimmtán eru ennþá í rannsókn.

„Það er hughreystandi að lögreglan taki þetta mál alvarlega. Við kunnum vel að meta að þeir hafi notað allar leiðir til að sanna sekt brotamannanna. Við erum þakklát lögreglunni,“ sagði Morten Mörk, faðir Noru við Nettavisen.

Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir norsku landsliðskonuna.

Nora Mörk varð einnig fyrir því óláni í vetur að slíta krossband og er á fullu í endurhæfingu sem gengur vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×