Innlent

Vatnavextir og líkur á skriðuföllum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Suðausturhornið má búast við vatnavöxtum í dag.
Suðausturhornið má búast við vatnavöxtum í dag. VÍSIR/VILHELM
Það verður suðaustan strekkingur í dag, rigning og milt, en víða bjartviðri norðan heiða. Engu að síður eru gular viðvaranir í gildi fyrir Austur- og Suðausturland vegna úrhellis. Búast má við auknu rennsli í ám og lækjum á svæðinu, bæði vegna rigningar en ekki síst snjóbráðnunar. Að sögn Veðurstofunnar kann þetta jafnframt að auka líkurnar á skriðuföllum á suðausturhorni landsins.

Það verður þó þurrt að kalla annars staðar á landinu og hitinn verður á bilinu 6 til 14 stig.

Búast má við hægari vind á morgun, sumardaginn fyrsta, og dálítilli vætu öðru hverju á Suður- og Vesturlandi, annars þurrt að kalla og sæmilega hlýtt áfram.

Litlar breytingar verða í veðrinu á föstudag, dálítil súld fyrir norðan og stöku skúrir syðra, en á laugardag fer væntanlega að rigna sunnan- og austanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):

Austan 3-8 m/s og víða bjartviðri N-lands, annars skýjað og sums staðar dálítil rigning á S-verðu landinu. Hiti 5 til 12 stig.

Á föstudag:

Hæg norðlæg eða breytileg átt. Súld með köflum norðan heiða, en stöku skúrir SV-lands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á SA-landi.

Á laugardag:

Austlæg átt og fer að rigna, fyrst SA-lands, en þurrt fram á kvöld á N- og V-landi. Hiti 3 til 10 stig, mildast S- og SV-lands.

Á sunnudag:

Norðaustlæg átt og rigning, en úrkomulítið S- og V-lands. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:

Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum S-lands, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast á S-landi.

Á þriðjudag:

Austlæg átt, skýjað og dálítil væta á S-verðu landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×