Spá minnkandi iPhone-sölu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. maí 2018 06:00 iPhone X er einkar laglegur sími, en Apple virðist vera í vandræðum með að koma honum í hendur neytenda. Vísir/epa Apple sér í fyrsta sinn fram á samdrátt í sölu iPhone-snjallsíma í Bandaríkjunum. Þetta sögðu greinendur sem tæknifréttasíðan Cnet ræddi við í gær og töldu þeir jafnframt að nýjasta símanum í vörulínunni, iPhone X, væri um að kenna. Þetta er þveröfugt við þær spár sem settar voru fram þegar síminn var fyrst kynntur. Þótti greinendum þá líklegt að ný hönnun iPhone X „væri framtíðin“. Vonast var til þess að iPhone X myndi drífa staðnandi snjallsímamarkað áfram en markaðurinn minnkaði í fyrsta sinn á síðasta ársfjórðungi 2017. „Það verður augljósara með hverjum deginum að Apple á við vaxtarverki að stríða. Fyrirtækið er fórnarlamb eigin velgengni,“ sagði Andrew Uerkwitz, greinandi hjá fjárfestingarbankanum Oppenheimer. Sagði jafnframt að sala á Apple Watch, AirPods og Apple Music hafi valdið vonbrigðum. Undanfarna daga hafa birgjar Apple, til að mynda Samsung, TSMC, AMS og SK Hynix, er sjá fyrirtækinu fyrir íhlutum í iPhone-símana, talað um minnkandi eftirspurn. Þykir greinendum það benda til þess að Apple sé að draga úr framleiðslu iPhone X. Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Apple sér í fyrsta sinn fram á samdrátt í sölu iPhone-snjallsíma í Bandaríkjunum. Þetta sögðu greinendur sem tæknifréttasíðan Cnet ræddi við í gær og töldu þeir jafnframt að nýjasta símanum í vörulínunni, iPhone X, væri um að kenna. Þetta er þveröfugt við þær spár sem settar voru fram þegar síminn var fyrst kynntur. Þótti greinendum þá líklegt að ný hönnun iPhone X „væri framtíðin“. Vonast var til þess að iPhone X myndi drífa staðnandi snjallsímamarkað áfram en markaðurinn minnkaði í fyrsta sinn á síðasta ársfjórðungi 2017. „Það verður augljósara með hverjum deginum að Apple á við vaxtarverki að stríða. Fyrirtækið er fórnarlamb eigin velgengni,“ sagði Andrew Uerkwitz, greinandi hjá fjárfestingarbankanum Oppenheimer. Sagði jafnframt að sala á Apple Watch, AirPods og Apple Music hafi valdið vonbrigðum. Undanfarna daga hafa birgjar Apple, til að mynda Samsung, TSMC, AMS og SK Hynix, er sjá fyrirtækinu fyrir íhlutum í iPhone-símana, talað um minnkandi eftirspurn. Þykir greinendum það benda til þess að Apple sé að draga úr framleiðslu iPhone X.
Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira