Innlent

Náttúruvársérfræðingar vara við mikilli úrkomu um helgina

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Töluvert hefur rignt á íbúa á suðvesturhorni landsins í vor. Ekkert lát verður þar á nú um helgina.
Töluvert hefur rignt á íbúa á suðvesturhorni landsins í vor. Ekkert lát verður þar á nú um helgina. Vísir/Vilhelm
Búist er við mikilli úrkomu á Suður- og Suðvesturlandi frá og með aðfaranótt laugardagsins 26. maí. Því vara náttúruvársérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands sérstaklega við miklum vatnavöxtum í landshlutanum um helgina og beina því til ferðalanga að sýna aðgát.

Búist er við mikilli úrkomu á Suður- og Suðvesturlandi frá aðfaranótt laugardagsins 26. maí og út helgina, að því er segir í tilkynningu. Mest úrkoma verður á vatnasviði Hvítár í Borgarfirði og Hvítár í Árnessýslu og þá má einnig gera ráð fyrir talsverðum vexti í ám á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá einnig: Mjög mikil rigning sunnan- og vestanlands á kjördag

Einkum má búast við miklum staðbundnum vatnavöxtum undir Eyjafjöllum og í Þórsmörk. Úrkoma verður mikil við Jökulsá á Sólheimasandi og eru ferðamenn á því svæði beðnir um að sýna aðgát.

Vatn gæti safnast upp meðfram vegum og því gæti flætt yfir þá, einkum á Mýrdalssandi t.d. við Múlakvísl. Þá verður aukin hætta á skriðuföllum. Þar sem úrkoman er ónvenjulega mikil ættu ferðalangar að sýna ítrustu varúð á þessu svæði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×