Handbolti

Turda sigraði Áskorendakeppni Evrópu

Einar Sigurvinsson skrifar
Frá leik AIK og Turda í gær.
Frá leik AIK og Turda í gær. EPA
ÍBV banarnir í Potaissa Turda unnu AEK í úrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Seinni úrslitaleikur liðanna fór fram í Aþenu í gær og lauk leiknum með eins marks sigri AEK, 28-27. Turda hafði hins vegar unnið fyrri leikinn með ellefu marka mun og unnu Rúmenarnir einvígið samtals með tíu mörkum.

Þrátt fyrir að mæta tíu mörkum undir í seinni leikinn fjölmenntu Grikkir á völlinn. Alls voru 5.600 manns í OAKA-höllinni í Aþenu, sem er áhorfendamet í grískum handbolta.

Grísku áhorfendurnir fengu að sjá frábæran síðari hálfleik hjá sínum mönnum en staðan í hálfleik var 18-11 fyrir Turda. AIK vann því upp sjö marka forskot Turda og enduðu á að vinna síðari leikinn með einu marki.

Þetta var fyrsti sigur Potaissa Turda í Evrópukeppninni en liðið tapaði úrslitaeinvíginu í fyrra gegn Sporting Lisbon eftir að hafa slegið Val úr keppni í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×