Fótbolti

Þrír í íslenska liðinu halda upp á afmælið sitt á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Sigurðsson heldur upp á afmælið sitt 19. júní næstkomandi.
Ragnar Sigurðsson heldur upp á afmælið sitt 19. júní næstkomandi. Vísir/Getty
Þrír leikmenn í íslenska fótboltalandsliðinu eiga afmæli á meðan heimsmeistaramótið í Rússlandi stendur yfir en þetta risastóra fótboltamót hefst í næstu viku.

Ísland er ein af átta þjóðum í keppninni sem eiga þrjú afmælisbörn eða fleiri eins og sjá má hér fyrir neðan.







Íslenska landsliðið á þrjú afmælisbörn eins og bæði Argentína og England. Enginn slær þó við Afríkuþjóðunum Egyptalandi og Túnis sem eiga bæði fimm afmælisbörn á meðan HM er í gangi.

Afmælisbörn íslenska landsliðsins á HM eru þeir Albert Guðmundsson (15. júní), Ragnar Sigurðsson (19. júní) og Emil Hallfreðsson (29. júní). Albert og Ragnar halda pottþétt upp á afmælið með íslenska HM-hópnum en það er ekki öruggt að Emil geri það.

Ef Emil á að halda upp á afmælið sitt með íslenska hópnum þá þarf íslenska landsliðið að komast alla leið í sextán liða úrslitin.

8,7 prósent leikmanna á HM í ár halda upp á afmælið sitt á meðan keppnin stendur yfir.

Tveir leikmenn á HM gætu spilað úrslitaleik HM á afmælisdeginum sínum en það eru Brasilíumaðurinn Danilo og Japaninn Muto.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×