Fótbolti

Heimakærir leikmenn í HM-hópi Sádanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sádarnir eru klárir.
Sádarnir eru klárir. vísir/getty
HM-hópur Sádi-Arabíu var tilkynntur í dag en athygli vekur að allir leikmenn liðsins spila í heimalandinu.

Sádarnir eru á leiðinni á sitt fyrsta HM síðan 2006 og munu mæta Rússum í opnunarleik mótsins eftir tíu daga. Í riðlinum eru einnig Egyptaland og Úrúgvæ.

Sádar töpuðu 3-0 fyrir Perú í gær og 2-1 fyrir Ítalíu á dögunum og telja sig vera klára í slaginn.

Það hefur alltaf verið stuð í kringum landslið Sádanna á HM og mönnum oftar en ekki lofað Rolls Royce eða álíka ef þeir skora. Verður áhugavert að sjá hvað verður í boði í ár.

Hópur Sádi-Arabíu:

Markverðir: Mohammed Al Owais (Al Ahli), Yasser Al Mosailem (Al Ahli), Abdullah Al Mayouf (Al Hilal).

Varnarmenn: Mansoor Al Harbi (Al Ahli), Yasser Al Shahrani (Al Hilal) Mohammed Al Breik (Al Hilal), Motaz Hawsawi (Al Ahli), Osama Hawsawi (Al Hilal), Omar Hawsawi (Al Nassr), Ali Al Bulaihi (Al Hilal).

Miðjumenn: Abdullah Al Khaibari (Al Shabab), Abdulmalek Al Khaibri (Al Hilal), Abdullah Otayf (Al Hilal), Taiseer Al Jassim (Al Ahli), Houssain Al Mogahwi (Al Ahli), Salman Al Faraj, Mohamed Kanno (both Al Hilal), Hattan Bahebri (Al Shabab), Salem Al Dawsari (Al Hilal), Yahya Al Shehri (Al Nassr), Fahad Al Muwallad (Al Ittihad).

Framherjar: Mohammad Al Sahlawi (Al Nassr), Muhannad Assiri (Al Ahli).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×