Búið spil hjá fyrirliðanum en Barcelona má fá nýjan mann Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 11:30 Leikmenn Barcelona sáu strax að eitthvað alvarlegt hafði gerst, þegar fyrirliðinn Marc-André ter Stegen meiddist í gær. Getty/Jose Breton Þýski markvörðurinn Marc-André ter Stegen mun sennilega ekki spila meira fyrir Barcelona á þessari leiktíð eftir að hann meiddist alvarlega í hné, í 5-1 sigrinum gegn Villarreal í spænsku 1. deildinni í gær. Strax var ljóst að meiðslin væru alvarleg og nú er komið í ljós að hnéskeljarsin rofnaði sem þýðir að Ter Stegen verður frá keppni í að minnsta kosti sjö til átta mánuði. 🚨⚠️ Barça confirm that Marc André ter Stegen has a complete rupture in the patella tendon in his right knee.The German goalkeeper will undergo surgery today as he will be out for 7/8 months. pic.twitter.com/9JlRGkKdj1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Hinn 25 ára gamli Iñaki Peña kom inn á í stað Ter Stegen og kemur til með að verja mark Börsunga, sem farið hafa frábærlega af stað í spænsku deildinni undir stjórn Hansi Flick. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í síðustu viku, 2-1 gegn Monaco. Ter Stegen er fyrirliði og hefur verið aðalmarkvörður Barcelona um árabil, eða frá 2016, og ljóst að það er mikið áfall fyrir liðið að missa þennan 32 ára markmann út. Navas, Karius og Vaclik á lausu Javier Tebas, forseti La Liga, staðfesti í dag að vegna meiðslanna mætti Barcelona kaupa nýjan leikmann þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður. Reglurnar heimila raunar að sá leikmaður þurfi ekki að vera markmaður heldur geti einnig verið útileikmaður. Hængurinn er sá að aðeins er hægt að taka inn leikmann sem ekki er samningsbundinn öðru félagi í dag – annars þarf Barcelona að bíða þar til að félagaskiptaglugginn opnast í janúar. AS fór yfir stöðuna og taldi upp mögulega kosti fyrir Barcelona. Heitasta nafnið á lausu er líklega Keylor Navas en þessi 37 ára markvörður, sem varð þrisvar Evrópumeistari með Real Madrid, er án félags eftir að hafa kvatt PSG í sumar. Loris Karius, fyrrverandi markvörður Liverpool, og Tékkinn Tomas Vaclik, sem áður lék með Sevilla, eru einnig nefndir, ásamt fleirum. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
Strax var ljóst að meiðslin væru alvarleg og nú er komið í ljós að hnéskeljarsin rofnaði sem þýðir að Ter Stegen verður frá keppni í að minnsta kosti sjö til átta mánuði. 🚨⚠️ Barça confirm that Marc André ter Stegen has a complete rupture in the patella tendon in his right knee.The German goalkeeper will undergo surgery today as he will be out for 7/8 months. pic.twitter.com/9JlRGkKdj1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Hinn 25 ára gamli Iñaki Peña kom inn á í stað Ter Stegen og kemur til með að verja mark Börsunga, sem farið hafa frábærlega af stað í spænsku deildinni undir stjórn Hansi Flick. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í síðustu viku, 2-1 gegn Monaco. Ter Stegen er fyrirliði og hefur verið aðalmarkvörður Barcelona um árabil, eða frá 2016, og ljóst að það er mikið áfall fyrir liðið að missa þennan 32 ára markmann út. Navas, Karius og Vaclik á lausu Javier Tebas, forseti La Liga, staðfesti í dag að vegna meiðslanna mætti Barcelona kaupa nýjan leikmann þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður. Reglurnar heimila raunar að sá leikmaður þurfi ekki að vera markmaður heldur geti einnig verið útileikmaður. Hængurinn er sá að aðeins er hægt að taka inn leikmann sem ekki er samningsbundinn öðru félagi í dag – annars þarf Barcelona að bíða þar til að félagaskiptaglugginn opnast í janúar. AS fór yfir stöðuna og taldi upp mögulega kosti fyrir Barcelona. Heitasta nafnið á lausu er líklega Keylor Navas en þessi 37 ára markvörður, sem varð þrisvar Evrópumeistari með Real Madrid, er án félags eftir að hafa kvatt PSG í sumar. Loris Karius, fyrrverandi markvörður Liverpool, og Tékkinn Tomas Vaclik, sem áður lék með Sevilla, eru einnig nefndir, ásamt fleirum.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira