Innlent

Næsta lægð í lok vikunnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Landsmenn mega alveg gera ráð fyrir þolanlegu veðri í vikunni.
Landsmenn mega alveg gera ráð fyrir þolanlegu veðri í vikunni. Vísir/ernir
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægviðri á landinu í dag. Það verði jafnframt skýjað með morgninum en að það kunni að létta til eftir því sem líður á daginn.

Ætla má að mest muni sjást til sólar inn til landsins í dag, þar sem hámarkshitinn getur náð allt að 18 stigum. Hitinn kann þó að vera nær 8 stigum við ströndina.

Ef marka má spákort Veðurstofunnar virðist líklegt að svipað veður sé væntanlegt næstu daga - hæglætisveður og milt en þokuský víða umhverfis landið.

Þannig sé ekki útlit fyrir að næsta lægð nái til landsins fyrr en undir lok vikunnar. Henni mun fylgja rigning eða súld en gert er ráð fyrir því að vindur verði áfram hægur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag:

Hæg breytileg átt eða hafgola og skýjað með köflum. Hiti 8 til 18 stig. 

Á fimmtudag og föstudag:

Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum, en víða bjart NA-til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-til. 

Á laugardag og sunnudag:

Hæg breytileg átt og dálítil rigning eða súld. Áfram milt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×