Drífa segir gott að lýðræðisbyltingin náði inn í ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2018 18:45 Drífa Snædal er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Fréttablaðið/Auðunn Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. Það sé gott að lýðræðisbyltingin hafi náð inn í hreyfinguna sem verði að ná vopnum sínum gagnvart atvinnurekendum og ríkisvaldinu. Óróleiki sé til marks um líf innan hreyfingarinnar. Eftir að Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti í gær að hann sæktist ekki eftir endurkjöri í embætti forseta Alþýðusambandsins hefur eðlilega verið horft til þeirra sem helst hafa gagnrýnt hann. Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík hafa hins vegar öll gefið út að þau sækist ekki eftir embættinu. Sverrir Albertsson lýsti því aftur á móti yfir í fréttum okkar í gær að hann gæfi kost á sér. „Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar,” sagði Sverrir í gær. Hreyfingin þyrfti á því að halda að sameina kraftana eftir ólguna innan hennar að undanförnu. Undir það tekur Drífa Snædal sem margir hafa nefnt sem mögulegan næsta forseta ASÍ. „Ég er búin að lofa að hugsa málið. Ég tel að það liggi ekkert á. Það er þing í haust og ég mun taka ákvörðun í haust,” segir Drífa. Fáir efast aftur á móti um að Drífa valdi ekki starfinu og ef hún næði kjöri á 300 manna þingi ASÍ yrði hún fyrsta konan í aldarsögu hreyfingarinnar til að gera það, þótt hún segi að það yrði ekki grundvöllur fyrir hana til að bjóða sig fram. Hún segir hins vegar eðlilegt að breytingar eigi sér stað innan hreyfingarinnar.Gylfi Arnbjörnsson lætur af starfi forseta ASÍ í haust.„Það var kannski kominn tími til að það yrðu breytingar í hreyfingunni. Að þessi lýðræðisbylgja sem hefur verið í öllu samfélaginu næði inn fyrir verkalýðshreyfinguna. Ég er fegin að hún gerði það því ef hún hefði ekki náð inn hefði verkalýðshreyfingin ekki verið sérlega lifandi afl,” segir Drífa. Það verði alltaf óróleiki að einhverju marki í verkalýðshreyfingunni enda sé það lífsmark að svo sé. Alþýðusambandið verði engu að síður að ná vopnum sínum og verkalýðshreyfingin að vera samtaka í kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Annars væri hreyfingin ekki að sinna hagsmunum vinnandi fólks í landinu. „Það er hið stóra verkefni sem liggur fyrir í haust. En það verkefni verður ekki útkljáð fyrr en á þingi Alþýðusambandsins í október. Þannig að við verðum að þola einhver yfirgangstíma núna og óróleika,” segir Drífa. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að deilurnar að undanförnu hafi snúist allt of mikið um persónur og leikendur en ekki málefni. „Hver er forseti ASÍ hverju sinni er ekki aðalmálið. Aðalmálið er hvaða ákvarðanir eru lýðræðislega teknar í hreyfingunni,” segir Drífa Snædal. Kjaramál Tengdar fréttir Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00 Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. Það sé gott að lýðræðisbyltingin hafi náð inn í hreyfinguna sem verði að ná vopnum sínum gagnvart atvinnurekendum og ríkisvaldinu. Óróleiki sé til marks um líf innan hreyfingarinnar. Eftir að Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti í gær að hann sæktist ekki eftir endurkjöri í embætti forseta Alþýðusambandsins hefur eðlilega verið horft til þeirra sem helst hafa gagnrýnt hann. Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík hafa hins vegar öll gefið út að þau sækist ekki eftir embættinu. Sverrir Albertsson lýsti því aftur á móti yfir í fréttum okkar í gær að hann gæfi kost á sér. „Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar,” sagði Sverrir í gær. Hreyfingin þyrfti á því að halda að sameina kraftana eftir ólguna innan hennar að undanförnu. Undir það tekur Drífa Snædal sem margir hafa nefnt sem mögulegan næsta forseta ASÍ. „Ég er búin að lofa að hugsa málið. Ég tel að það liggi ekkert á. Það er þing í haust og ég mun taka ákvörðun í haust,” segir Drífa. Fáir efast aftur á móti um að Drífa valdi ekki starfinu og ef hún næði kjöri á 300 manna þingi ASÍ yrði hún fyrsta konan í aldarsögu hreyfingarinnar til að gera það, þótt hún segi að það yrði ekki grundvöllur fyrir hana til að bjóða sig fram. Hún segir hins vegar eðlilegt að breytingar eigi sér stað innan hreyfingarinnar.Gylfi Arnbjörnsson lætur af starfi forseta ASÍ í haust.„Það var kannski kominn tími til að það yrðu breytingar í hreyfingunni. Að þessi lýðræðisbylgja sem hefur verið í öllu samfélaginu næði inn fyrir verkalýðshreyfinguna. Ég er fegin að hún gerði það því ef hún hefði ekki náð inn hefði verkalýðshreyfingin ekki verið sérlega lifandi afl,” segir Drífa. Það verði alltaf óróleiki að einhverju marki í verkalýðshreyfingunni enda sé það lífsmark að svo sé. Alþýðusambandið verði engu að síður að ná vopnum sínum og verkalýðshreyfingin að vera samtaka í kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Annars væri hreyfingin ekki að sinna hagsmunum vinnandi fólks í landinu. „Það er hið stóra verkefni sem liggur fyrir í haust. En það verkefni verður ekki útkljáð fyrr en á þingi Alþýðusambandsins í október. Þannig að við verðum að þola einhver yfirgangstíma núna og óróleika,” segir Drífa. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að deilurnar að undanförnu hafi snúist allt of mikið um persónur og leikendur en ekki málefni. „Hver er forseti ASÍ hverju sinni er ekki aðalmálið. Aðalmálið er hvaða ákvarðanir eru lýðræðislega teknar í hreyfingunni,” segir Drífa Snædal.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00 Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00
Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03